Lyfta festist á milli hæða spítalans

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar

Önnur tveggja lyfta á milli hæða Landspítalans við Hringbraut festist á jóladag. Inni í henni var starfsfólk röntgendeildar með færanlegt röntgenmyndatæki. Ræsa þurfti út vélvirkja, hífa lyftuna upp og ná starfsfólkinu út. Þetta segir Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir við spítalann, á Facebook-síðu sinni.

Hvað hefði gerst ef mikið veikur sjúklingur hefði fest inni í lyftunni á jóladag?“ spyr hann svo, og bætir við að greinilega þurfi „nýja skyndiúttekt landlæknisembættisins á ástandi lyftanna.“

Vísar Tómas í staðhæfingu landlæknis í kvöldfréttum RÚV í vikunni fyrir jól, þar sem hann lýsti ástandinu á spítalanum sem hreint ekki svo slæmu. Einnig sagðist hann hafa „brugðist skjótt við” og krafið stjórn­end­ur Land­spít­ala um gögn.

Frétt mbl.is: Leiksýning á Landspítala?

Mygla á Landspítalanum. Mynd fengin af Facebook-síðu Tómasar.
Mygla á Landspítalanum. Mynd fengin af Facebook-síðu Tómasar.

Í algjörri andstöðu við kosningaloforð

Bilaðar lyftur, geymslur undir sjúklinga, gangainnlagnir, mygla og gámahúsnæði undir lækna og annað starfsfólk. Þannig er Landspítalanum við Hringbraut lýst af Tómasi í færslunni, og ljóst að langþreytu er farið að gæta gagnvart stjórnvöldum.

Því miður virðist afar takmarkaður vilji hjá ráðamönnum að “hífa spítalann upp á milli hæða” – líkt og gert var með biluðu lyftuna á jóladag. Sem er í algjörri andstöðu við kosningaloforð fyrir nýafstaðnar kosingar,“ segir Tómas.

„Hvar er heilbrigðisráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherrar sem þekkja vanda spítalans í þaula? Í felum? Þolinmæði sjúklinga og starfsfólks Landspítala er nefnilega á þrotum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert