„Þetta fólk virðist ekki lifa í sama heimi og við“

Fólk anar áfram í ófærð.
Fólk anar áfram í ófærð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Fólk er alltaf á ferðinni. Það virðist ekki vita um veðurfar og færð jafnvel þótt það sé með síma. Það athugar ekki hvernig veðrið er á leiðinni eða er ekki nægjanlega upplýst,“ segir Bragi Benediktsson, bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann hefur staðið í ströngu við að aðstoða fólk sem lent hefur í erfiðleikum í óveðri og ófærð undanfarna daga, eins og einstaklingar og björgunarsveitir víða um land.

„Þetta hefur ekkert verið í vetur, miðað við síðasta ár. Það hefur enginn vetur komið að ráði,“ segir Karl Viðar Pálsson, bifvélavirki í Mývatnssveit, sem þurft hefur að aðstoða nokkra ferðalanga undanfarna daga. Mest eru þetta erlendir ferðamenn þótt íslenskir lendi einnig í vandræðum. Hjálparbeiðnirnar berast alla daga og þá er ekki spurt hvernig stendur á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert