„Á næsta ári verðum við Stuðmenn“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. mbl.is/Skapti

„Ef það er aldrei leiðinlegt, þá verður heldur aldrei neitt skemmtilegt,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, spurður hvernig honum litist á stöðu Samfylkingarinnar, í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2, og vísaði í barnabækurnar um Einar Áskel.

„Og það koma aftur jól hjá okkur,“ bætti Logi við. „Ég trúi því bara, að það sé meirihluti þjóðarinnar sem er sammála okkur.“

„Það eru samt bara jól einu sinni á ári,“ benti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, góðlátlega á.

Telma Tómasson fréttamaður stöðvarinnar greip þá orðið og sagði að Ari Eldjárn hefði á uppistandi í gær sagt að Samfylkingin væri ekki lengur fylking, hún væri í raun bara tríó, þar sem þau væru aðeins þrjú á þingi.

Logi svaraði þá um hæl að einhverjir hefðu sagt að þau væru eins og þrjú á palli.

„En ég hef trú á því, að á næsta ári verðum við Stuðmenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert