Nærri fjörutíu eru hundrað ára og eldri

Jensína Andrésdóttir er næstelsti Íslendingurinn, 107 ára. Georg Breiðfjörð Ólafsson …
Jensína Andrésdóttir er næstelsti Íslendingurinn, 107 ára. Georg Breiðfjörð Ólafsson fæddist fyrr en hún á árinu 1909. mbl.is/Golli

Í lok þessa árs eru 39 Íslendingar á lífi á aldrinum frá 100 ára til 107 ára, 14 karlar og 25 konur. Fjöldinn er svipaður og fyrir einu ári.

Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi og Jensína Andrésdóttir í Reykjavík eru elst, 107 ára. Í þriðja sæti er Guðrún Straumfjörð í Reykjavík, 105 ára. Síðan eru þrír 104 ára, Ingigerður Þórðardóttir á Selfossi, Jón Hannesson í Kópavogi og Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi.

Rúmlega þrjátíu manns eru 99 ára og geta náð hundrað ára aldri á næsta ári. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Margir eru á lífi úr hópi þeirra sem fæddust 1918 og árin þar á eftir svo að búast má við því að á næstu árum fari fjöldi hundrað ára og eldri yfir fimmtíu í fyrsta sinn, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Georg Breiðfjörð Ólafsson.
Georg Breiðfjörð Ólafsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert