Mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is/Ómar

Landsmenn hafa kvatt gamla árið á hefðbundinn máta, eða með því að sprengja fleiri tonn af áramótabombum. Veðrið hefur verið ljómandi gott, kalt en stillt. En sá böggull fylgir skammrifi að þetta þýðir að svifryksmengun, að minnsta kosti í borginni, er langt yfir heilsuverndarmörkum, eins og sjá mér hér.

Þegar þetta er skrifað mælist svifryksmengun í Rofabæ í Reykjavík vera 1.731 míkrógrömm á rúmmetra og 2.220 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg í Reykjavík. Heilsuverndarmörk fyrir svifryk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Fólk sem er með öndunarfærasjúkdóma eða er viðkvæmt í lungum getur fundið fyrir þyngslum fyrir brjósti eða jafnvel fengið aukin einkenni ef loftmengun er mikil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert