Skjálftar í Bárðarbungu

Grænu stjörnurnar sýna hvar skjálftar, sem eru yfir þrír að …
Grænu stjörnurnar sýna hvar skjálftar, sem eru yfir þrír að stærð, urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli. Kort/Veðurstofa Íslands

Nokkrir jarðskjálftar urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli í gær. Þrír voru yfir þrír að stærð en sá stærsti mældist 3,9 stig klukkan 17:31. 

Næststærsti skjálftinn var 3,6 stig um 15 mínútum seinna. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert