Magnað sjónarspil á himni

Akureyrarkirkja upplýst í forgrunni.
Akureyrarkirkja upplýst í forgrunni. Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson

Fjölda glitskýja mátti sjá í ljósaskiptunum norðanlands síðdegis í dag, en glit­ský sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða við sól­ar­upp­komu og þegar er bjart í veðri. Hefur mbl.is fengið sendar myndir frá Akureyri, Húsavík og einnig að austan frá Norðfirði.

Á vefsvæði Veður­stofu Íslands seg­ir að glit­ský mynd­ist þegar óvenjukalt er í heiðhvolf­inu, um eða und­ir -70 til -90 °C, og eru úr ískristöll­um, eða úr sam­bönd­um ískrist­alla og salt­pét­ursýru-hýdröt­um. 

Krist­all­arn­ir í skýj­un­um beygja sól­ar­ljósið, en mis­mikið eft­ir bylgju­lengd þess. Þannig beyg­ir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kem­ur því til okk­ar und­ir öðru horni en það bláa, þannig að við sjá­um það koma frá öðrum hluta glit­skýs­ins.

Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýs­ins er stund­um eins og vísu­orðin: gul­ur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Lit­irn­ir eru líka háðir stærðardreif­ingu agna í skýj­un­um, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland,“ seg­ir um glit­ský­in.

Frá Húsavík, þar sem lengi mátti sjá glitský í dag.
Frá Húsavík, þar sem lengi mátti sjá glitský í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Himinninn logaði með nokkurs konar glitskýja-ívafi í hvassviðrinu á Norðfirði.
Himinninn logaði með nokkurs konar glitskýja-ívafi í hvassviðrinu á Norðfirði. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert