Skaupið kostaði um 30 milljónir

Áramótaskaupið var sýnt í Ríkissjónvarpinu að vanda.
Áramótaskaupið var sýnt í Ríkissjónvarpinu að vanda.

Kostnaður við áramótaskaup Ríkisútvarpsins nam um 30 milljónum króna þessi áramótin. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins við mbl.is. Kostnaðurinn er svipaður og undanfarin ár, þegar það hefur kostað frá 26 upp í 31 milljón. Vísir sagði fyrst frá málinu í dag.

Umsjónarmenn skaupsins í ár var svokallaður Fóstbræðrahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Gnarr, Sigurjóni Kjartanssyni, Helgu Brögu Jónsdóttur og Þorsteini Guðmundssyni, en auk þeirra kom Katla Margrét Þorgeirsdóttir að handritsgerð.

Áhorfstölur liggja ekki fyrir enn sem komið er.

Helga Braga Jónsdóttir í einu af atriðum skaupsins í ár.
Helga Braga Jónsdóttir í einu af atriðum skaupsins í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert