Varað við sviptivindum

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við sviptivindum í Öræfum, frá Kvískerjum og austur fyrir Jökulsárlón og í  Suðursveit.  Vindhviður geta farið í 30-40 m/s.

Hálka eða hálkublettir eru á mörgum leiðum á Suðurlandi. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á mörgum leiðum.

Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra. Hálka er á Öxnadalsheiði.

Á Norðaustanlands er hálka eða hálkublettir á mörgum leiðum.

Hálka eða hálkublettir á mörgum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er frá Reyðarfirði og með suðausturströndinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert