Íslensku björgunarsveitirnar vekja athygli

Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt.
Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fastur uppi á jökli á Íslandi? Hringdu í þetta númer“. Svo hljómar fyrirsögn nýrrar umfjöllunar CNN um íslensku björgunarsveitirnar, sem birt er á undirvef fjölmiðilsins, Great Big Story.

Þar eru Íslendingar sagðir heyja endalausa baráttu við náttúruöflin og á hverju ári eigi almennir borgarar og ferðamenn í vök að verjast gegn sífellt breytilegu veðri.

„Jafnvel vel undirbúið fólk hefur vaknað við vondan draum, þar sem það er að reka út á sjó, fast í gjósandi eldfjalli eða í greipum snjóflóðs,“ segir þar meðal annars.

„Þá koma íslensku björgunarsveitirnar til sögu. Hópurinn hefur einsett sér að bjarga fólki frá lífshættulegum aðstæðum sökum veðurs. Og ótrúlegt en satt, þá eru þær ekki einu sinni fjármagnaðar af ríkisstjórninni.“

Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert