Spilliforrit í leikfangaúrum

Viðskiptavinir hafa keypt um 6500 SpyNet® úr á Norðurlöndunum frá …
Viðskiptavinir hafa keypt um 6500 SpyNet® úr á Norðurlöndunum frá því í október.

Spilliforrit hefur fundist í leikfangaúrunum SpyNet með myndbandsupptöku og snertiskjá frá fyrirtækinu Jakks Pacific Inc.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum leikfanga SpyNet, þar segir einnig að spilliforritið muni ekki sýkja tölvur sem nota nýrri útgáfur af Windows, 7, 8 og 10, eða önnur stýrikerfi, á borð við Linux eða MacOS. Umrætt spilliforrit er vírus af eldri gerð sem getur aðeins sýkt tölvur sem nota eldri útgáfur af Windows, þá einkum Windows XP.

Frá október 2016 hafa viðskiptavinir keypt um það bil 6.500 slík úr á Norðurlöndunum, einkum í verslunum BR og Toys R Us.

Fólk sem hefur keypt Spy Net-úr með myndbandsupptöku og snertiskjá (með strikamerkinu 39897093833) og á tölvu með stýrikerfi sem er óvarið gegn þessu spilliforriti er hvatt til að hafa samband við customerservice@toysrus.is til að fá nauðsynlegar leiðbeiningar.

Einnig er fólki boðið upp á að koma með vöruna aftur þangað sem hún var keypt og fá hana endurgreidda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert