Meðaldvalartími í Kvennaathvarfinu aldrei verið lengri

Dvalartími í Kvennaathvarfinu lengist.
Dvalartími í Kvennaathvarfinu lengist. mbl.is/Ómar Óskarsson

195 íbúar dvöldu í Kvennaathvarfinu á liðnu ári, 116 konur og 79 börn. 234 konur komu í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Konur dvöldu að meðaltali í 28 daga í athvarfinu og hefur meðaldvöl aldrei verið lengri.

Átján íbúar dvöldu í athvarfinu á degi hverjum að meðaltali, níu konur og níu börn. Í tilkynningu frá Kvennaathvarfinu segir að þetta hlutfall hafi aðeins einu sinni verið hærra í þau 34 ár sem athvarfið hefur verið starfrækt.

Um 70% kvennanna voru íslensk og meðalaldur þeirra var 35 ár. 22% þeirra voru með líkamlega áverka við komu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert