Aðalmeðferð í máli byssubræðra hafin

Bræður sem eru ákærðir fyrir skotárás í Fellahverfi í byrjun …
Bræður sem eru ákærðir fyrir skotárás í Fellahverfi í byrjun ágúst mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Golli

Aðalmeðferð í máli bræðranna tveggja, sem ákærðir eru fyr­ir að hafa skotið úr hagla­byssu í Fella­hverfi í Reykja­vík í byrj­un ág­úst, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Báðir bræðranna voru mættir í dómstól og hófst meðferðin með skýrslutöku.

Ann­ar mann­anna er ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps, hættu­brot og vopna­laga­brot fyr­ir að hafa skotið úr byss­unni á bif­reið sem kona og karl­maður voru í. Hinn er ákærður fyr­ir hættu­brot og vopna­laga­brot fyr­ir að hafa stofnað lífi nærstaddra í hættu með því að hafa hleypt af skoti úr sömu byssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert