Nýtt 300 herbergja hótel á Grensásvegi

Hótelið mun rísa á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þar er ...
Hótelið mun rísa á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þar er nú Kvikmyndaskóli Íslands til húsa og áður voru þar höfuðstöðvar Hitaveitu Reykjavíkur og Mannvits. Teikning/Batteríið arkitektar

Stefnt er að því að á þessu ári hefjist framkvæmdir við nýtt fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, en það yrði stærsta hótel landsins í fermetrum talið og næststærsta hótel landsins í herbergjum talið á eftir Fosshótelinu á Höfðatorgi. Unnið er að samningum við erlenda hótelkeðju um rekstur hótelsins, en keðjan rekur ekki önnur hótel hér á landi. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er um 10 milljarðar króna og áætlað er að opna það fyrir sumarið 2019.

„Skeifan er að breytast

Það er Fasteignafélagið G1 ehf. sem er eigandi fasteigna og lóða á Grensásvegi 1, þar sem nýja hótelið mun rísa. Eigendur þess eru félögin Miðjan og Þríhamrar. Guðmundur Ásgeirsson er framkvæmdastjóri félagsins, en Jón Þór Hjaltason er stjórnarformaður. Jón Þór er jafnframt eigandi Miðjunnar ásamt eiginkonu sinni.

Jón Þór segir í samtali við mbl.is að þetta sé væntanlega fyrsta skrefið í átt að breytingum í Skeifunni, en undanfarin ár hefur talsvert verið rætt um að breyta svæðinu eftir brunann hjá Fönn og eftir að fram komu hugmyndir um heildarendurskipulagningu á Skeifu-reitnum. Þá hafa fjárfestar verið bjartsýnir um framtíðaruppbyggingu á nærliggjandi svæðum. „Skeifan er að breytast, en það mun taka tíma,“ segir Jón Þór.

Jón Þór Hjaltason.
Jón Þór Hjaltason. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samtals 17.830 fermetrar

Sem fyrr segir verða 300 herbergi á hótelinu og þá verða þar veitingastaður og tveir barir, þar af einn  á efstu hæð, svokallaður „skybar“. Samtals er um að ræða 16.283 fermetra ofanjarðar auk þess sem um 1.550 fermetrar í kjallara verða undir starfsmannaaðstöðu, sundlaug og heilsulaug. Þá verður um 3.200 fermetra bílakjallari. Samtals er rými utan bílastæða því um 17.830 fermetrar sem er það rýmsta hér á landi.

Á reitinum er í dag húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands auk rannsóknarhúsnæðis sem Mannvit notaði og dælustöðvar Veitna. Stóra húsið sem hýsir skólann verður rifið, en hin tvö húsin látin standa. Þá er bílakjallari sem Mannvit lét gera undir hluta hússins og verður notast við hann að hluta við hótelið að sögn Jóns Þórs.

Rúmlega 10 milljarða verkefni

Fasteignafélagið G1 mun byggja og eiga nýja húsið. „Við erum ekki að fara að reka hótel sjálfir,“ segir Jón Þór kíminn. Viðræður hafa staðið yfir við alþjóðlega hótelkeðju í nokkurn tíma og hafa bæði viljayfirlýsing og rammasamningur verið undirritað varðandi reksturinn. Gert er ráð fyrir að lokasamningur verði frágenginn á næstu vikum. Að sögn Jóns Þórs er horft til 20-25 ára leigusamnings, en nýtt rekstrarfélag mun sjá um reksturinn og leigja eignina af G1.

Húsið verður 5-6 hæðir og verður byggt í skeifu. Samtals ...
Húsið verður 5-6 hæðir og verður byggt í skeifu. Samtals verða 300 herbergi á hótelinu auk veitingastaðar og vínveitingastaða. Teikning/Batteríið arkitektar

„Þetta verður rúmlega 10 milljarða verkefni,“ segir Jón Þór spurður um heildarkostnað vegna framkvæmdanna. Þetta verður því meðal stærstu einkaframkvæmda hér á landi undanfarin ár. 

Í deiliskipulagi hafði verið samþykkt að reisa nýtt skrifstofuhúsnæði sömu stærðar á reitinum, en í byrjun síðasta árs sóttu eigendur um að fá að breyta því í hótel. Það var samþykkt af skipulagsyfirvöldum seint á árinu sem var að líða.

Staðsett á miðjum þróunarás borgarinnar

Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur frá 2013 er horft til þess að þróunar- og samgönguás borgarinnar verði frá miðbænum, upp Borgartúnið og Suðurlandsbraut og gegnum Höfðana. Jón Þór bendir á að Skeifan og hótelreiturinn séu þar alveg í miðjunni. „Hótelkvótinn í 101 er búinn, þar er ekki hægt að fá meira pláss,“ segir hann og bætir við að miðborgin sé þenjast út og undanfarið hafi Suðurlandsbrautin farið í gegnum endurnýjun lífdaga sinna og fram undan séu breytingar í Skeifunni. Staðsetning hótelsins sé því mjög góð hvað varði að vera miðsvæðis, tengingu við framtíðaralmenningssamgöngur og svo nálægð við Laugadalinn.

Unnið verður að áframhaldandi fjármögnun verkefnisins næstu vikur, en Jón Þór segist vonast til þess að arkitektavinna geti hafist í næsta mánuði. Við taki svo 2-3 mánaða verkfræðivinna, en vonandi verði hafist handa við að rífa núverandi hús í sumar. Miðað við áætlanir sé svo gert ráð fyrir því að hótelið verði tilbúið í apríl eða maí árið 2019, eða að framkvæmdir sjálfar muni ekki taka meira en um 24 mánuði. Á bak við verkefnið stendur auk Fasteignafélagsins G1, Batteríið arkitektar, verkfræðistofan Mannvit og ráðgjafafyrirtækin Covenant Capital og Front ráðgjöf.

Hótelið mun rísa á rauða reitnum. Lóðin nær einnig yfir ...
Hótelið mun rísa á rauða reitnum. Lóðin nær einnig yfir dæluhús og rannsóknarhús sem eru lituð ljósrauð á myndinni. Þau munu áfram standa. Kort/mbl.is

Stærsta svítan 115 fermetrar

Hótelið verður rúmlega fjögurra stjörnu að sögn Jóns Þórs, en stærð á minnstu herbergjum verður 26 fermetrar og almenn herbergi frá 26 upp í 46 fermetra. Þá verður stærsta svítan heilir 115 fermetrar.

Spurður um að fara í framkvæmdir sem þessar nú þegar gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarið og í ljósi áhyggja manna af áhrifum af slíkri styrkingu á ferðaþjónustuna segir Jón Þór að rekstrargrundvöllurinn ætti eftir sem áður að vera traustur. Bendir hann á að mikil umframeftirspurn hafi verið eftir hótelherbergjum undanfarin ár og að hótel ættu að standa traust jafnvel þótt ferðamönnum myndi fækka eitthvað, sem hann telur þó ekki líklegt.

Segir hann þessa miklu umframeftirspurn hafa verið brúaða með leigu íbúða undanfarið. „Þetta hefur reddast með Airbnb, en þar verður væntanlega skellur núna eftir áramótin,“ segir Jón Þór og vísar þar til breytinga á reglugerðum um útleigu íbúðahúsnæðis sem tók gildi núna eftir áramót.

Jón Þór hefur áður komið að uppbyggingarverkefnum en fyrirtæki hans og honum tengd hafa meðal annars reist sjö skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Miðjunni og Smáranum, fyrir ofan Smáralindina, heilsugæslu Árbæjar og Urðarhvarf 6, sem Mannvit leigir í dag, en var fyrir áramótin selt til Regins.

Hitaveita, Mannvit, kvikmyndaskóli og nú hótel

Hitaveita Reykjavíkur byggði upphaflega dæluhús á lóðinni að Grensásvegi 1 árið 1965. Er það samtals 710 fermetrar að stærð. Árið 1976 reisti fyrirtækið svo höfuðstöðvar sínar á lóðinni í 1.663 fermetra byggingu. Var öðru samliggjandi húsi bætt við árið 1983, en það er 1.745 fermetrar. Við bættist svo rannsóknarstofa árið 1986 upp á 347 fermetra. Samtals var því stærð húsnæðis á reitnum orðið 4.465 fermetrar í rekstri Hitaveitunnar.

Engin herbergi eru áformuð á jarðhæð heldur veitingaaðstaða, barir og ...
Engin herbergi eru áformuð á jarðhæð heldur veitingaaðstaða, barir og fundaraðstaða. Teikning/Batteríið arkitektar

Síðar sameinast Hitaveitan í Orkuveitu Reykjavíkur, en rekstur hitaveituhlutans er áfram í húsinu. Árið 2001 kaupir verkfræðistofan Hönnun svo húsnæðið af Orkuveitunni, en flytur þó ekki inn í það fyrr en árið 2003 þegar Hitaveitan hafði komið sér fyrir í nýju húsnæði Orkuveitunnar á Bæjarhálsi.

Á árunum 2007 til 2008 sameinuðust svo verkfræðistofurnar VGK, Hönnun og Rafhönnun undir merkjum Mannvits og varð húsnæðið að höfuðstöðvum sameinaðs fyrirtækis. Um mitt ár 2014 flutti Mannvit svo höfuðstöðvar sínar í Urðahvarf 6, en það húsnæði hafði Faghús, dótturfélag Miðjunnar, áður reist. Á móti var Grensásvegur 1 keyptur af Mannviti og komst í hendur G1 og Miðjunnar. Í kjölfarið tók Kvikmyndaskóli Íslands húsið á leigu, en leigusamningur skólans rennur út í júní á þessu ári.

mbl.is

Innlent »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Helstu markmið náðust en liðið varð í 41. sæti. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa stórar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Segir borgina ekki brjóta samning

14:40 Borgarlögmaður telur Reykjavíkurborg ekki brjóta gegn samningi við AFA JCDecaux, sem á og rekur biðskýli borgarinnar, með því að heimila WOW air að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á auglýsingaskiltum sem standa við hjólastöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borgina. Meira »

Fjárdráttarmáli frestað fram á haust

14:01 Máli konu, fyrrverandi starfsmanns á fjármálasviði Landsbankans, sem ákærð er fyrir tæplega 34 milljón króna fjárdrátt og peningaþvætti, var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var tekin afstaða til ákærunnar í morgun. Meira »

Óverulegt tjón á húsnæði Hrafnistu

13:49 Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í þaki öldrunarheimilisins í dag. Endurnýjun stendur yfir á þaki hússins, og kom eldurinn upp vegna viðhaldsframkvæmda. Meira »

Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin

14:05 Reykjavíkurborg er veittur 14 daga frestur til að bregðast við samningsbroti á samningi borgarinnar og AFA JCDecaux, sem á og rekur öll biðskýli á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfi til borgarinnar kemur fram að fyrirtækið áskilji sér allan rétt til að rifta samningnum og fjarlægja öll biðskýli. Meira »

Kláraði keppni í fyrsta sinn

13:50 Jón Óli Ólafsson hjólaði í gegnum endamarkið í WOW Cyclothon fyrr í dag eftir að hann neyddist til þess að hætta keppni vegna veðurs. Er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í einstaklingsflokki. Meira »

„Ég er drusla“ að veruleika

13:40 „Þessi bók er gerð til að hreyfa og til að heila,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, um bókina Ég er drusla sem kemur í verslanir í næstu viku. Er bókinni ætlað að fanga orku Druslugöngunnar, sem hefur verið gengin árlega hér á landi frá árinu 2011. Meira »

Wow Cyclothon

Til sölu DODGE DYNASTY ár 1991
Til sölu DODGE DYNASTY ár 1991,sjálfsk,framdrif, fornbíll engin bifreiðask ,tryg...
M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Til Sölu: NISSAN TERRANO II jeppi 1995 kr. 190.000. Skoðun til mars/apríl 2018
Góð dísilvél keyrð 270þ Kassi/vagn keyrður 328þ. Breytttur, er á nýlegum 32 tom...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...