Parið er fundið

Björgunarsveitir við leit. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir við leit. Mynd úr safni.

Parið, sem leitað hefur verið að við Langjökul í kvöld, er fundið. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Parið var nokkuð vel á sig komið að sögn Þorsteins en var kalt. Fólkið var drifið inn í farartæki á vegum björgunarsveitarmanna og ekið með það til Reykjavíkur. Um 180 manns tóku þátt í leitinni að parinu en það fannst skammt frá Skálpanesi.

Fyrr í kvöld greindi mbl.is frá því að á annað hundrað björgunarsveitarmanna leituðu fólksins, sem er á sextugsaldri. 

Voru þau í hópsleðaferð á vegum ferðaþjónustu þegar þau urðu viðskila, þegar slæmt veður skall á.

„Og þetta par skilaði sér ekki til baka,“ sagði Þorsteinn þá.

Til­kynn­ing­in barst Lands­björg um klukk­an 15.40, en það var um klukkan þrjú­ sem það upp­götvaðist að parið hefði orðið viðskila.

Frétt mbl.is: Á annað hundrað manns við leitina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert