Næstum ferfalt hærri en í Danmörku

Gerður er fyrirvari við samanburðinn.
Gerður er fyrirvari við samanburðinn. mbl.is/Golli

Fram kem­ur í niður­stöðum starfs­hóps fjár­málaráðuneyt­is­ins, um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum og tekjutap hins op­in­bera, að um­fang af­l­and­seigna á tíma­bil­inu hafi numið 350 til 810 millj­örðum króna, frá árinu 1990 til ársloka 2015, með miðgildi í 580 millj­örðum króna.

Frétt mbl.is: Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum

Í skýrslu starfshópsins er litið til hliðstæðrar rannsóknar í Danmörku á undanförnum mánuðum og niðurstaðan borin saman við það sem sú athugun leiddi í ljós. Segir svo, að samkvæmt vísbendingum sem starfshópurinn fékk er íslenska talan næstum ferfalt hærri, miðað við höfðatölu, en sú tala sem danska rannsóknin leiddi í ljós.

„Miðað við sérstöðu Íslands í Panamaskjölunum og umfang íslensku aflandsvæðingarinnar á fyrsta áratug aldarinnar hljómar það hutfall ekki svo fjarri lagi,“ segir í skýrslunni.

Tekið er fram, að þar sem ekki liggi fyrir hvernig staðið hafi verið að dönsku rannsókninni, verði þó að setja fyrirvara um slíkan samanburð, með tilliti til þeirrar aðferðafræði sem beitt sé í hvoru tilvikinu fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert