Skipin fleiri en farþegarnir voru færri

Ef áætlanir standast munu fleiri skip leggjast við Skarfabakka í …
Ef áætlanir standast munu fleiri skip leggjast við Skarfabakka í Sundahöfn í sumar en nokkru sinni. Það fyrsta kemur í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2016 voru komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur 114 og með þeim komu tæplega 99.000 farþegar. Met var í skipakomum í fyrra en farþegafjöldi ívið minni en undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum.

Árið 2015 var fjöldi farþega rétt rúmlega 100 þúsund og fjöldi í áhöfn skipanna var tæplega 44 þúsund. Farþegafjöldi með skemmtiferðaskipum hefur nær tvöfaldast á 10 árum. Árið 2006 voru farþegar samtals 55.223, að því er fram kemur í fréttaskýringu um komur skemmtiferðaskipa í Morgunblaðinu í dag.

Í byrjun árs 2016 var áætlað, miðað við að skip væru fullbókuð, að um metár yrði að ræða, bæði hvað varðar skipakomur og farþegafjölda. Hins vegar kom í ljós, þegar nákvæmar tölur í lok árs voru teknar saman, að metár var í skipakomum en ekki farþegafjölda. Nýting á farþegarými skipanna var 97%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert