Kann að leita út fyrir þingflokkinn

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins funduðu í Valhöll í dag vegna stjórnarmyndunar. Mynd …
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins funduðu í Valhöll í dag vegna stjórnarmyndunar. Mynd úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fundi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þar sem Bjarni Benediktsson kynnti þingmönnum flokksins drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, lauk í Valhöll nú fyrir skömmu.

Frétt mbl.is: Stefnt að ríkisstjórn í næstu viku

Bjarni sagði aðspurður við fjölmiðla að loknum fundi að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um skipun ráðuneyta. Hann hyggst setjast niður með öllum þingmönnum flokksins á morgun og á mánudaginn og ræða stöðuna við hvern og einn þeirra. Sagðist hann þó ekki útiloka að ef til vill verði leitað út fyrir þingflokkinn þegar kemur að skipun ráðherra í ráðuneyti en fyrst yrði rætt við alla innan þingflokksins.

Bjarni kvaðst nokkuð vongóður um að ríkisstjórn flokkanna yrði starfshæf þrátt fyrir nauman þingmeirihluta og sagðist sáttur við það sem fyrir lægi í drögum að stjórnarsáttmála hvað stór og umdeild mál varðar líkt og Evrópumál, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. 

Sagðist hann eiga von á því að stjórnarsáttmálinn yrði kynntur almenningi í næstu viku en vildi ekki segja til um hvenær nákvæmlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert