Komust ekki með sjúkling

Sjúkraflug Mýflugs að lenda á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar.
Sjúkraflug Mýflugs að lenda á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/RAX

„Það hefði verið hægt að lenda á vellinum ef þessi braut hefði verið opin,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, og vísar í máli sínu til þess þegar ekki reyndist unnt að flytja gjörgæslusjúkling í fyrsta forgangi frá Akureyri undir læknishendur í höfuðborginni sl. fimmtudag þar sem sjúkraflugvél gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna erfiðra veðurskilyrða og þeirrar ákvörðunar að loka hinni svokölluðu neyðarbraut.

Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem ekki er hægt að flytja sjúkling af landsbyggðinni með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, en þar áður var um að ræða hjartasjúkling sem þurfti sérhæfða meðferð.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Leifur umræddan gjörgæslusjúkling hafa þurft að bíða í um sólarhring áður en starfsmönnum Mýflugs tókst að flytja hann til borgarinnar eftir að veðurskilyrði á Reykjavíkurflugvelli höfðu skánað.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir þessi atvik vera dæmi um þær afleiðingar sem fylgi því að loka neyðarbrautinni án þess að búið sé að tryggja annað og sambærilegt úrræði fyrir flugið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert