Búið að finna konuna

Björgunarmenn við Kirkjufjöru í dag.
Björgunarmenn við Kirkjufjöru í dag. mbl.is/Jónas

Búið er að finna konuna sem var í sjónum við Dyrhólaey. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi er verið að flytja hana á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Konan fannst vestast í Reynisfjöru, skammt frá staðnum þar sem hún féll í sjóinn. 

Lögreglan gat ekki gefið upplýsingar um líðan hennar. 

Frétt mbl.is: Kona í sjónum við Dyrhólaey

Kirkjufjara.
Kirkjufjara. mbl.is/Jónas

Um er að ræða konu á fimmtugsaldri. Aðstæður á slysstað voru erfiðar fyrir björgunarsveitarmenn. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna vestast í Reynisfjöru.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna vestast í Reynisfjöru. mbl.is/Jónas

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út um eittleytið í dag. Fyrst var talið að konan væri í sjónum í Reynisfjöru en síðar kom í ljós að hún var í Kirkjufjöru, við Dyrhólaey, vestan Reynisfjöru. 

Uppfært kl. 14.40: 

Að sögn svæðisstjóra Slysavarnarfélagsins Landsbjörg á svæði 16 er konan sem um ræðir frá Þýskalandi og var hún stödd á svæðinu ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Þau sakaði ekki. 

Lögreglan er búin að girða af Reynisfjöru og verið er að athuga með Víkurfjöru líka, enda er brimið þarna mjög mikið, að sögn svæðisstjórans. 

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því á Facebook að öll fjölskyldan hafi farið í sjóinn. 

mbl.is/Jónas
Konan fannst vestast í Reynisfjöru.
Konan fannst vestast í Reynisfjöru. mbl.is/Rax Myndin er úr safni.
mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert