Dagsetningin afmáð fyrir mistök

Upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að frekar hefði átt að standa janúar …
Upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að frekar hefði átt að standa janúar 2017 á forsíðu skýrslunnar. AFP

Dagsetning á forsíðu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var afmáð fyrir mistök í meðferð starfsmanns starfshópsins sem vann skýrsluna. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í samtali við mbl.is.

RÚV greindi fyrst frá málinu.

Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segist ekki hafa frekari skýringar á því hvers vegna dagsetningin á forsíðu skýrslunnar hafi verið afmáð.

Starfshópurinn skilaði skýrslunni til fjármálaráðuneytisins 13. september. Hún var birt á vef ráðuneytisins í lok síðustu viku. Þar má sjá að text­inn „sept­em­ber 2016“ á forsíðu hef­ur verið hvíttaður, þannig að hann sést ekki nema text­inn sé af­ritaður í annað rit­for­rit, á borð við Microsoft Word.

Sig­urður Ing­ólfs­son, formaður starfs­hóps sem vann skýrsluna, sagði í samtali við mbl.is í gær að „september 2016“ hefði ekki átt við þar sem skýrslan var gefin út í janúar á þessu ári. Undir það tekur Elva:

„Það hefði í raun og veru átt að setja á þetta „janúar 2017.“ Það hefði verið í samræmi við það sem er viðhaft þegar svona er birt, að hafa tímasetninguna sem tengist útgáfunni sjálfri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert