Tryggi jafnrétti kynjanna

Það mun brátt koma í ljós hversu margar konur munu …
Það mun brátt koma í ljós hversu margar konur munu verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Ófeigur

Kvenréttindafélag Íslands ítrekar áskorun sína til þeirra alþingismanna sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir ennfremur, að félagið hvetji alla flokka á Alþingi til að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum.

„Kynjajafnrétti er grundvöllur hagsældar og velferðar og án valdeflingar og þátttöku kvenna á opinberum vettvangi er ekki hægt að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um frið, jafnrétti og lýðræði,“ segir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert