Sóttu fast að fá ráðuneytin

„Umhverfismálin eru sennilega mikilvægasta málið inn í framtíðina,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Flokkurinn líti svo á að þau ásamt heilbrigðismálum séu stór mál sem þurfi að sinna vel og að því hafi hann sótt það fast að fá þau ráðuneyti.

Þetta sagði hann í viðtali við mbl.is að lokinni undirritun á nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Hann á von á góðu samstarfi við samstarfsflokkana en ekki síður við þingið. Í viðtalinu er hann spurður út í stöðu flokksins í ríkisstjórninni, hvernig hann muni ná sínum áherslum, hvort þau hafi sótt fast að fá þessi ráðuneyti og þá ræðir hann um lendingu í Evrópumálum sem hann viðurkennir að hafi verið umdeild innan flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert