Tveimur mötuneytum lokað vegna músagangs

Mýsnar sækja inn í hitann og gott æti.
Mýsnar sækja inn í hitann og gott æti. mbl.is/Sigurður Ægisson

Mötuneyti í tveimur grunnskólum í Reykjavík hefur verið lokað vegna músagangs með stuttu millibili. Í gær var mötuneyti í Rimaskóla í Grafarvogi lokað vegna músagangs og í síðustu viku var mötuneyti í Hlíðaskóla lokað vegna sama vanda. Mötuneyti í Hlíðaskóla verður opnað á morgun.

Mötuneytið í Rimaskóla verður líklega opnað í næstu viku. Meindýraeyðir hefur verið þar að störfum og unnið er að úrbótum. „Við erum að vinna í þessu. Mötuneytið verður opnað þegar búið er að þrífa allt vel,“ segir Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Frétt mbl.is: Mötu­neyti lokað vegna músa­gangs

„Þetta er frekar óvanalegt að tilkynnt er um tvö tilvik með stuttu millibili en mögulega gæti þetta skýrst af hreinni tilviljun,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún segist ekki geta fullyrt að um músafaraldur sé að ræða. Hins vegar verður reglulega vart við mýs þar sem þær eru ekki velkomnar en öflugar meindýravarnir koma sér yfirleitt vel.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert