Útdeilingu Micro:bit-tölvunnar lokið

Micro:bit-tölvunni er ætlað að kenna börnum fyrstu skrefin í forritun. …
Micro:bit-tölvunni er ætlað að kenna börnum fyrstu skrefin í forritun. Henni hefur nú verið dreift til allra skóla í landinu. Ljósmynd/BBC

Allir grunnskólar landsins hafa nú fengið Micro:bit-forritunartölvurnar sendar til sín, en þær eru ætlaðar nemendum í 6. og 7. bekk.

Alls hafa 9736 eintök af tölvunni verið send út, til skóla, sérfræðinga og annarra sem koma að verkefninu.

Tölvunum er einkum ætlað að kveikja áhuga meðal grunnskólanema og veita þeim fyrstu leiðsögn í tölvuforritun. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir verkefnið vera hugsað til langs tíma. „Það skiptir gríðarlegu miklu máli fyrir krakka í dag að ná tökum á forritun,“ segir Illugi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert