Suðurkjördæmi gríðarlega mikilvægt

„Ég skil vel að Suðurkjördæmi sem að er, sérstaklega fyrir Sjálfstæðisflokkinn, gríðarlega mikilvægt kjördæmi taki eftir því og harmi það að eiga ekki sinn ráðherra en við munum beita okkur í þágu allra landsmanna,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum áðan.

Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi gagnrýndi það harkalega fyrr í dag að enginn ráðherra flokksins kæmi úr kjördæminu þar sem flokkurinn fékk góða kosningu.

Hann segir jafnframt að þó ekki hafi allir ráðherrar mikla reynslu sé hún þó lúmskt mikil og að hann hafi ekki miklar áhyggjur af reynsluleysi stjórnarliða.

mbl.is ræddi við Bjarna eftir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum.

Sjá frétt mbl.is: Reiknaði með að fá ráðherrastól

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert