„Svei mér þá!“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hrósar ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann segir Jón Gunnarsson, nýjan samgönguráðherra, koman sterkan inn með því að sýna mikilvægi Reykjavíkurflugvallar skilning.

Þetta kemur fram í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt á Facebook.

„Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi. Samgönguráðherra (ofl.) kemur sterkur inn og sýnir skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Vonandi nær hann saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum,“ skrifar Sigmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert