„Þetta er ófremdarástand“

Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki ...
Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki síst í Kirkjufjöru og Reynisfjöru á Suðurlandinu. Grunnkort/Loftmyndir ehf.

Hættuástand myndast reglulega í Reynisfjöru og Kirkjufjöru en að sögn Kristjáns Daníelssonar, forstjóra Reykjavík Excursions, er veruleg þörf á að bæta þar úr öryggisráðstöfunum. „Þetta er búið að vera mikið áhyggjuefni í mjög langan tíma. Þetta er ófremdarástand.“ 

Kristján segir starfsmenn Reykjavík Excursions gera allt til að tryggja að fólk viti af hættunni en að það sé ekki alltaf nóg.

„Við brýnum fyrir leiðsögumönnum og bílstjórum að láta fólk vita [af hættunum] en þetta er mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en sumir fara ekkert sérstaklega vel eftir fyrrimælum. Leiðsögumaður sem er kannski með 20-30 manns á náttúrulega mjög erfitt með að setja einhverjar kvaðir á hópinn. Þannig að það þarf verulegt átak í einhvers konar stýringu á svæðinu. Þetta er virkilega áhættusamur staður sem þarf að skoða með grafalvarlegum augum. Mér finnst algjör synd að það skuli aftur og aftur koma upp óhöpp og þá kemur oft einhver skammtímalausn en þarna verður bara yfirvaldið að stíga inn í, að sjálfsögðu í samstarfi við lögreglu, Landsbjörg og ferðaþjónustuaðila. Þetta verður að vera samstillt átak.“

Kristján er alls ekki einn um þessa skoðun en á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar hafa fjölmargir deilt myndum, myndböndum og frásögnum af atvikum þar sem hættuástand hefur myndast, bæði við Reynisfjöru og á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum um landið.

Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að ...
Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að tryggja öryggi ferðamanna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þurfum að stýra ferðamönnum

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, er ferðamálafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stýringu ferðamanna. Spurður um hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna í Kirkjufjöru og Reynisfjöru segir hann: „Það er bara mjög auðvelt og algjörlega kýrskýrt í mínum huga.“

Að sögn Jónasar snýst lausnin um að stýra ferðamönnum á leið sinni um landið en tryggja þarf fjármagn til að breyta því sem breyta þarf og byggja upp innviði.

„Okkur er stýrt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í umferðinni eru það ljós og biðskylda, á flugvöllum eru það skilti sem benda okkur á hvar leigubílarnir standa og svo framvegis. Aðferðin sem er hvað mest beitt í heiminum byggir á þremur þáttum. Það er svokölluð handstýring, þar sem ferðamanninum er beint með stígum, köðlum örvum og slíku. Svo er það beinstjórnun, það eru lög og reglugerðir sem segja til um hvað við viljum að fólk geri eða geri ekki. Það má til dæmis ekki keyra á yfir 90 km hraða. Undir beina stjórnun fellur líka varsla, landvarsla eða löggæsla. Þriðji þátturinn er svo fræðsla og upplýsingar en það geta verið skilti eða vefsíður.“

Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson. mbl.is/RAX

„Ná ekki til næstum allra“

Jónas segir nauðsynlegt að samblandi af þessum þremur aðferðum sé beitt og bendir á að í Reynisfjöru og Kirkjufjöru megi nú þegar finna skilti.

„Það er gott og gilt, þau gegna ákveðnu hlutverki en ná ekki til næstum því allra. Á svona stað þar sem að er sértæk hætta og þessi fjöldi ferðamanna þarf auðvitað að vera landvarsla. Þarna þarf að vera heilsárs landvörður sem er á staðnum frá átta á morgnana til sjö eða átta á kvöldin, mismunandi eftir árstíð og fjölda ferðamanna.“

Landvörður þyrfti að vera á svæðinu bæði til að fræða ferðamenn um hættur og annað en jafnframt til að tryggja að þeir fylgi eftir þeim reglum sem gilda um umgengni á svæðinu. Landvörður þyrfti því að geta gert áhættumat og breytt aðgengi í fjörunni eftir aðstæðum.

Ef aðstæður eru erfiðar gæti hann sett borða í miðja fjöru og jafnvel fært hann ofar ef aldan hækkar.

„Á sama hátt þarf að vera fjármagn til þess að lögregla geti mætt á staðinn, kannski tvisvar, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum á dag, bara eftir aðstæðum og fjölda ferðamanna. Landavarsla er númer eitt, tvö og þrjú.“

Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast ...
Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast getur í Reynisfjöru. mbl.is/RAX

Vantar fjármagn

Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Kirkjufjöru en Reynisfjara er í landi í einkaeign. Jónas segir þó ekkert því til fyrirstöðu að yfirvöld myndu semja við landeigendur um að vera með aðstöðu fyrir landvörð á svæðinu.

„[Umhverfisstofnun] þarf fjármagn til þess að geta haft landvörð þarna, þeir ná því á sumrin en ekki á veturna, nema að litlu leyti. Í Reynisfjöru þarf ríkið auðvitað bara að gera samkomulag við landeigendur. Það er þekkt víða um heim.“

Jónas segir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa þrýst á yfirvöld síðustu ár um að bæta úr fjármögnun vegna ferðamannaþjónustu.

„Það er kannski að einhverju leyti ósanngjarnt að segja að það sé skilningsleysi en ég veit ekki hvað ég á að segja þegar vinnuhópar sem skipaðir eru fólki úr ferðaþjónustu, frá Umhverfisstofnun, lögreglu, Landsbjörg og fleirum setja fram tillögur um brýnar aðgerðir sem grípa þarf til svo ekki fari illa, og það er ekki farið eftir þeim nema kannski að litlu leyti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...