„Þetta er ófremdarástand“

Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki ...
Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki síst í Kirkjufjöru og Reynisfjöru á Suðurlandinu. Grunnkort/Loftmyndir ehf.

Hættuástand myndast reglulega í Reynisfjöru og Kirkjufjöru en að sögn Kristjáns Daníelssonar, forstjóra Reykjavík Excursions, er veruleg þörf á að bæta þar úr öryggisráðstöfunum. „Þetta er búið að vera mikið áhyggjuefni í mjög langan tíma. Þetta er ófremdarástand.“ 

Kristján segir starfsmenn Reykjavík Excursions gera allt til að tryggja að fólk viti af hættunni en að það sé ekki alltaf nóg.

„Við brýnum fyrir leiðsögumönnum og bílstjórum að láta fólk vita [af hættunum] en þetta er mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en sumir fara ekkert sérstaklega vel eftir fyrrimælum. Leiðsögumaður sem er kannski með 20-30 manns á náttúrulega mjög erfitt með að setja einhverjar kvaðir á hópinn. Þannig að það þarf verulegt átak í einhvers konar stýringu á svæðinu. Þetta er virkilega áhættusamur staður sem þarf að skoða með grafalvarlegum augum. Mér finnst algjör synd að það skuli aftur og aftur koma upp óhöpp og þá kemur oft einhver skammtímalausn en þarna verður bara yfirvaldið að stíga inn í, að sjálfsögðu í samstarfi við lögreglu, Landsbjörg og ferðaþjónustuaðila. Þetta verður að vera samstillt átak.“

Kristján er alls ekki einn um þessa skoðun en á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar hafa fjölmargir deilt myndum, myndböndum og frásögnum af atvikum þar sem hættuástand hefur myndast, bæði við Reynisfjöru og á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum um landið.

Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að ...
Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að tryggja öryggi ferðamanna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þurfum að stýra ferðamönnum

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, er ferðamálafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stýringu ferðamanna. Spurður um hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna í Kirkjufjöru og Reynisfjöru segir hann: „Það er bara mjög auðvelt og algjörlega kýrskýrt í mínum huga.“

Að sögn Jónasar snýst lausnin um að stýra ferðamönnum á leið sinni um landið en tryggja þarf fjármagn til að breyta því sem breyta þarf og byggja upp innviði.

„Okkur er stýrt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í umferðinni eru það ljós og biðskylda, á flugvöllum eru það skilti sem benda okkur á hvar leigubílarnir standa og svo framvegis. Aðferðin sem er hvað mest beitt í heiminum byggir á þremur þáttum. Það er svokölluð handstýring, þar sem ferðamanninum er beint með stígum, köðlum örvum og slíku. Svo er það beinstjórnun, það eru lög og reglugerðir sem segja til um hvað við viljum að fólk geri eða geri ekki. Það má til dæmis ekki keyra á yfir 90 km hraða. Undir beina stjórnun fellur líka varsla, landvarsla eða löggæsla. Þriðji þátturinn er svo fræðsla og upplýsingar en það geta verið skilti eða vefsíður.“

Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson. mbl.is/RAX

„Ná ekki til næstum allra“

Jónas segir nauðsynlegt að samblandi af þessum þremur aðferðum sé beitt og bendir á að í Reynisfjöru og Kirkjufjöru megi nú þegar finna skilti.

„Það er gott og gilt, þau gegna ákveðnu hlutverki en ná ekki til næstum því allra. Á svona stað þar sem að er sértæk hætta og þessi fjöldi ferðamanna þarf auðvitað að vera landvarsla. Þarna þarf að vera heilsárs landvörður sem er á staðnum frá átta á morgnana til sjö eða átta á kvöldin, mismunandi eftir árstíð og fjölda ferðamanna.“

Landvörður þyrfti að vera á svæðinu bæði til að fræða ferðamenn um hættur og annað en jafnframt til að tryggja að þeir fylgi eftir þeim reglum sem gilda um umgengni á svæðinu. Landvörður þyrfti því að geta gert áhættumat og breytt aðgengi í fjörunni eftir aðstæðum.

Ef aðstæður eru erfiðar gæti hann sett borða í miðja fjöru og jafnvel fært hann ofar ef aldan hækkar.

„Á sama hátt þarf að vera fjármagn til þess að lögregla geti mætt á staðinn, kannski tvisvar, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum á dag, bara eftir aðstæðum og fjölda ferðamanna. Landavarsla er númer eitt, tvö og þrjú.“

Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast ...
Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast getur í Reynisfjöru. mbl.is/RAX

Vantar fjármagn

Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Kirkjufjöru en Reynisfjara er í landi í einkaeign. Jónas segir þó ekkert því til fyrirstöðu að yfirvöld myndu semja við landeigendur um að vera með aðstöðu fyrir landvörð á svæðinu.

„[Umhverfisstofnun] þarf fjármagn til þess að geta haft landvörð þarna, þeir ná því á sumrin en ekki á veturna, nema að litlu leyti. Í Reynisfjöru þarf ríkið auðvitað bara að gera samkomulag við landeigendur. Það er þekkt víða um heim.“

Jónas segir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa þrýst á yfirvöld síðustu ár um að bæta úr fjármögnun vegna ferðamannaþjónustu.

„Það er kannski að einhverju leyti ósanngjarnt að segja að það sé skilningsleysi en ég veit ekki hvað ég á að segja þegar vinnuhópar sem skipaðir eru fólki úr ferðaþjónustu, frá Umhverfisstofnun, lögreglu, Landsbjörg og fleirum setja fram tillögur um brýnar aðgerðir sem grípa þarf til svo ekki fari illa, og það er ekki farið eftir þeim nema kannski að litlu leyti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
Palletturekkar allar gerðir
Útvegum á hagstæðu verði brettarekka af öllum gerðum og hæðum. Einnig milliloft...
Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...