„Þetta er ófremdarástand“

Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki ...
Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki síst í Kirkjufjöru og Reynisfjöru á Suðurlandinu. Grunnkort/Loftmyndir ehf.

Hættuástand myndast reglulega í Reynisfjöru og Kirkjufjöru en að sögn Kristjáns Daníelssonar, forstjóra Reykjavík Excursions, er veruleg þörf á að bæta þar úr öryggisráðstöfunum. „Þetta er búið að vera mikið áhyggjuefni í mjög langan tíma. Þetta er ófremdarástand.“ 

Kristján segir starfsmenn Reykjavík Excursions gera allt til að tryggja að fólk viti af hættunni en að það sé ekki alltaf nóg.

„Við brýnum fyrir leiðsögumönnum og bílstjórum að láta fólk vita [af hættunum] en þetta er mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en sumir fara ekkert sérstaklega vel eftir fyrrimælum. Leiðsögumaður sem er kannski með 20-30 manns á náttúrulega mjög erfitt með að setja einhverjar kvaðir á hópinn. Þannig að það þarf verulegt átak í einhvers konar stýringu á svæðinu. Þetta er virkilega áhættusamur staður sem þarf að skoða með grafalvarlegum augum. Mér finnst algjör synd að það skuli aftur og aftur koma upp óhöpp og þá kemur oft einhver skammtímalausn en þarna verður bara yfirvaldið að stíga inn í, að sjálfsögðu í samstarfi við lögreglu, Landsbjörg og ferðaþjónustuaðila. Þetta verður að vera samstillt átak.“

Kristján er alls ekki einn um þessa skoðun en á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar hafa fjölmargir deilt myndum, myndböndum og frásögnum af atvikum þar sem hættuástand hefur myndast, bæði við Reynisfjöru og á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum um landið.

Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að ...
Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að tryggja öryggi ferðamanna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þurfum að stýra ferðamönnum

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, er ferðamálafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stýringu ferðamanna. Spurður um hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna í Kirkjufjöru og Reynisfjöru segir hann: „Það er bara mjög auðvelt og algjörlega kýrskýrt í mínum huga.“

Að sögn Jónasar snýst lausnin um að stýra ferðamönnum á leið sinni um landið en tryggja þarf fjármagn til að breyta því sem breyta þarf og byggja upp innviði.

„Okkur er stýrt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í umferðinni eru það ljós og biðskylda, á flugvöllum eru það skilti sem benda okkur á hvar leigubílarnir standa og svo framvegis. Aðferðin sem er hvað mest beitt í heiminum byggir á þremur þáttum. Það er svokölluð handstýring, þar sem ferðamanninum er beint með stígum, köðlum örvum og slíku. Svo er það beinstjórnun, það eru lög og reglugerðir sem segja til um hvað við viljum að fólk geri eða geri ekki. Það má til dæmis ekki keyra á yfir 90 km hraða. Undir beina stjórnun fellur líka varsla, landvarsla eða löggæsla. Þriðji þátturinn er svo fræðsla og upplýsingar en það geta verið skilti eða vefsíður.“

Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson. mbl.is/RAX

„Ná ekki til næstum allra“

Jónas segir nauðsynlegt að samblandi af þessum þremur aðferðum sé beitt og bendir á að í Reynisfjöru og Kirkjufjöru megi nú þegar finna skilti.

„Það er gott og gilt, þau gegna ákveðnu hlutverki en ná ekki til næstum því allra. Á svona stað þar sem að er sértæk hætta og þessi fjöldi ferðamanna þarf auðvitað að vera landvarsla. Þarna þarf að vera heilsárs landvörður sem er á staðnum frá átta á morgnana til sjö eða átta á kvöldin, mismunandi eftir árstíð og fjölda ferðamanna.“

Landvörður þyrfti að vera á svæðinu bæði til að fræða ferðamenn um hættur og annað en jafnframt til að tryggja að þeir fylgi eftir þeim reglum sem gilda um umgengni á svæðinu. Landvörður þyrfti því að geta gert áhættumat og breytt aðgengi í fjörunni eftir aðstæðum.

Ef aðstæður eru erfiðar gæti hann sett borða í miðja fjöru og jafnvel fært hann ofar ef aldan hækkar.

„Á sama hátt þarf að vera fjármagn til þess að lögregla geti mætt á staðinn, kannski tvisvar, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum á dag, bara eftir aðstæðum og fjölda ferðamanna. Landavarsla er númer eitt, tvö og þrjú.“

Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast ...
Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast getur í Reynisfjöru. mbl.is/RAX

Vantar fjármagn

Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Kirkjufjöru en Reynisfjara er í landi í einkaeign. Jónas segir þó ekkert því til fyrirstöðu að yfirvöld myndu semja við landeigendur um að vera með aðstöðu fyrir landvörð á svæðinu.

„[Umhverfisstofnun] þarf fjármagn til þess að geta haft landvörð þarna, þeir ná því á sumrin en ekki á veturna, nema að litlu leyti. Í Reynisfjöru þarf ríkið auðvitað bara að gera samkomulag við landeigendur. Það er þekkt víða um heim.“

Jónas segir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa þrýst á yfirvöld síðustu ár um að bæta úr fjármögnun vegna ferðamannaþjónustu.

„Það er kannski að einhverju leyti ósanngjarnt að segja að það sé skilningsleysi en ég veit ekki hvað ég á að segja þegar vinnuhópar sem skipaðir eru fólki úr ferðaþjónustu, frá Umhverfisstofnun, lögreglu, Landsbjörg og fleirum setja fram tillögur um brýnar aðgerðir sem grípa þarf til svo ekki fari illa, og það er ekki farið eftir þeim nema kannski að litlu leyti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Glæsilegur lampi og skápur úr Tekki
Til sölu ca 60ára gamall lampi/skápur.Lítur mjög vel út. verð kr 38.000 uppl 8...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...