„Þetta er ófremdarástand“

Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki ...
Bæta þarf úr öryggismálum á fjölmörgum ferðamannastöðum um landið, ekki síst í Kirkjufjöru og Reynisfjöru á Suðurlandinu. Grunnkort/Loftmyndir ehf.

Hættuástand myndast reglulega í Reynisfjöru og Kirkjufjöru en að sögn Kristjáns Daníelssonar, forstjóra Reykjavík Excursions, er veruleg þörf á að bæta þar úr öryggisráðstöfunum. „Þetta er búið að vera mikið áhyggjuefni í mjög langan tíma. Þetta er ófremdarástand.“ 

Kristján segir starfsmenn Reykjavík Excursions gera allt til að tryggja að fólk viti af hættunni en að það sé ekki alltaf nóg.

„Við brýnum fyrir leiðsögumönnum og bílstjórum að láta fólk vita [af hættunum] en þetta er mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en sumir fara ekkert sérstaklega vel eftir fyrrimælum. Leiðsögumaður sem er kannski með 20-30 manns á náttúrulega mjög erfitt með að setja einhverjar kvaðir á hópinn. Þannig að það þarf verulegt átak í einhvers konar stýringu á svæðinu. Þetta er virkilega áhættusamur staður sem þarf að skoða með grafalvarlegum augum. Mér finnst algjör synd að það skuli aftur og aftur koma upp óhöpp og þá kemur oft einhver skammtímalausn en þarna verður bara yfirvaldið að stíga inn í, að sjálfsögðu í samstarfi við lögreglu, Landsbjörg og ferðaþjónustuaðila. Þetta verður að vera samstillt átak.“

Kristján er alls ekki einn um þessa skoðun en á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar hafa fjölmargir deilt myndum, myndböndum og frásögnum af atvikum þar sem hættuástand hefur myndast, bæði við Reynisfjöru og á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum um landið.

Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að ...
Hættulegar aðstæður geta skapast í Reynisfjöru og nauðsynlegt er að tryggja öryggi ferðamanna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þurfum að stýra ferðamönnum

Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, er ferðamálafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stýringu ferðamanna. Spurður um hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna í Kirkjufjöru og Reynisfjöru segir hann: „Það er bara mjög auðvelt og algjörlega kýrskýrt í mínum huga.“

Að sögn Jónasar snýst lausnin um að stýra ferðamönnum á leið sinni um landið en tryggja þarf fjármagn til að breyta því sem breyta þarf og byggja upp innviði.

„Okkur er stýrt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í umferðinni eru það ljós og biðskylda, á flugvöllum eru það skilti sem benda okkur á hvar leigubílarnir standa og svo framvegis. Aðferðin sem er hvað mest beitt í heiminum byggir á þremur þáttum. Það er svokölluð handstýring, þar sem ferðamanninum er beint með stígum, köðlum örvum og slíku. Svo er það beinstjórnun, það eru lög og reglugerðir sem segja til um hvað við viljum að fólk geri eða geri ekki. Það má til dæmis ekki keyra á yfir 90 km hraða. Undir beina stjórnun fellur líka varsla, landvarsla eða löggæsla. Þriðji þátturinn er svo fræðsla og upplýsingar en það geta verið skilti eða vefsíður.“

Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson. mbl.is/RAX

„Ná ekki til næstum allra“

Jónas segir nauðsynlegt að samblandi af þessum þremur aðferðum sé beitt og bendir á að í Reynisfjöru og Kirkjufjöru megi nú þegar finna skilti.

„Það er gott og gilt, þau gegna ákveðnu hlutverki en ná ekki til næstum því allra. Á svona stað þar sem að er sértæk hætta og þessi fjöldi ferðamanna þarf auðvitað að vera landvarsla. Þarna þarf að vera heilsárs landvörður sem er á staðnum frá átta á morgnana til sjö eða átta á kvöldin, mismunandi eftir árstíð og fjölda ferðamanna.“

Landvörður þyrfti að vera á svæðinu bæði til að fræða ferðamenn um hættur og annað en jafnframt til að tryggja að þeir fylgi eftir þeim reglum sem gilda um umgengni á svæðinu. Landvörður þyrfti því að geta gert áhættumat og breytt aðgengi í fjörunni eftir aðstæðum.

Ef aðstæður eru erfiðar gæti hann sett borða í miðja fjöru og jafnvel fært hann ofar ef aldan hækkar.

„Á sama hátt þarf að vera fjármagn til þess að lögregla geti mætt á staðinn, kannski tvisvar, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum á dag, bara eftir aðstæðum og fjölda ferðamanna. Landavarsla er númer eitt, tvö og þrjú.“

Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast ...
Ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri hættu sem skapast getur í Reynisfjöru. mbl.is/RAX

Vantar fjármagn

Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Kirkjufjöru en Reynisfjara er í landi í einkaeign. Jónas segir þó ekkert því til fyrirstöðu að yfirvöld myndu semja við landeigendur um að vera með aðstöðu fyrir landvörð á svæðinu.

„[Umhverfisstofnun] þarf fjármagn til þess að geta haft landvörð þarna, þeir ná því á sumrin en ekki á veturna, nema að litlu leyti. Í Reynisfjöru þarf ríkið auðvitað bara að gera samkomulag við landeigendur. Það er þekkt víða um heim.“

Jónas segir fjölmargar stofnanir og fyrirtæki hafa þrýst á yfirvöld síðustu ár um að bæta úr fjármögnun vegna ferðamannaþjónustu.

„Það er kannski að einhverju leyti ósanngjarnt að segja að það sé skilningsleysi en ég veit ekki hvað ég á að segja þegar vinnuhópar sem skipaðir eru fólki úr ferðaþjónustu, frá Umhverfisstofnun, lögreglu, Landsbjörg og fleirum setja fram tillögur um brýnar aðgerðir sem grípa þarf til svo ekki fari illa, og það er ekki farið eftir þeim nema kannski að litlu leyti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

05:30 „Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Auka eftirlit með ferðaþjónustu

05:30 Ferðamálastofa er að bæta við sig starfsfólki til að geta betur sinnt eftirliti með fyrirtækjum sem fengið hafa starfsleyfi hjá stofunni. Leyfisveitingar og eftirlit með ferðaþjónustunni eru í höndum margra stofnana. Meira »

Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Í gær, 23:16 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis. Ökumaður bifhjólsins slasaðist talsvert. Meira »

Bjart og hlýtt fyrir austan

Í gær, 21:58 Hlýjast verður austanlands á morgun, mánudag. Á landinu verður vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir en bjartara veður austan til. Meira »

Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

Í gær, 21:10 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

Í gær, 19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

Í gær, 18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Í gær, 19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

Í gær, 19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

Í gær, 18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Wow Cyclothon

Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...