Brotist inn í tölvufyrirtæki

mbl.is/Þorkell

Brotist var inn í tölvufyrirtæki í austurhluta Reykjavíkur í nótt. Ekki liggur fyrir hverju var stolið en þrír menn eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn málsins.

Tilkynning barst til lögreglunnar rúmlega fjögur í nótt um innbrot og þjófnað í fyrirtækið. Skömmu síðar voru þrír karlmenn handteknir grunaðir um aðild að verknaðinum. Þeir eru að sögn lögreglu vistaðir í fangageymslu lögreglu og verða yfirheyrðir síðar í dag. Ekki vitað á þessari stundu hvað var tekið. 

Um 23 í gærkvöldi var tilkynnt um  innbrot og þjófnað í heimahús í Árbæ. Hvorki er vitað hverju var nákvæmlega stolið né heldur hverjir voru að verki, að sögn lögreglu.

Einn ölvaður ökumaður var stöðvaður í umferðinni um eitt í nótt. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert