Tekur tíma að framkvæma í utanríkismálum

Guðlaugur Þór Þórðarson nýskipaður utanríkisráðherra segir að það sé margt sem hann vilji framkvæma í sinni ráðherratíð. mbl.is ræddi við hann eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn í morgun en Guðlaugur segir að hlutirnir gerist sjaldnast mjög hratt í utanríkismálunum þar sem að flest skref séu ákveðin í samráði við aðrar þjóðir.

Fyrstu verk hans í starfi felist í að hitta sendiherra sem séu staðsettir hér á landi og undirbúa það starf sem framundan sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert