Aldrei meira fjárfest í sprotafyrirtækjum

Árið 2016 var metár hvað varðar fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Íslandi, samkvæmt samantekt sprotavefsíðunnar Northstack.is.

Sprotafjárfestingarnar voru 19 og af þeim voru átta þar sem erlendir fjárfestar áttu í hlut. Heildarfjárfesting var 6,2 milljarðar króna eða sem nemur 54 milljónum dollara.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hjá Northstack að síðustu tvö ár hafi verið virk í sprotafjárfestingum, og nýir sjóðir hafi komið fram sem horfi sérstaklega til slíkra fjárfestinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert