Helgin notuð til viðræðna

Veiðarfærin eru ekki í sjó um þessar mundir vegna verkfallsins.
Veiðarfærin eru ekki í sjó um þessar mundir vegna verkfallsins.

Ákveðið var eftir langan samningafund á milli samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær að funda á ný um helgina.

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segir að fundur muni hefjast klukkan eitt í dag. „Við ákváðum á fundinum að setja saman nefnd sem hefur afmarkað verkefni. Þrír frá hvorum aðila,“ segir hann.

Hann segir að menn nálgist einhverja lausn með hverjum þeim fundi sem haldinn er. „Við nálgumst einhverja lausn, hver sem hún verður,“ segir Konráð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert