Línur lagðar um formennsku nefnda

Búið er að leggja línur um hverjir taka við formennsku …
Búið er að leggja línur um hverjir taka við formennsku í fastanefndum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu formenn stjórnarflokkanna ásáttir um að Sjálfstæðisflokkur fengi formennsku í fimm fastanefndum Alþingis, Viðreisn fengi formennsku í einni nefnd og stjórnarandstöðunni yrði boðin formennska í tveimur.

Björt framtíð myndi þá ekki fara fyrir neinni af fastanefndum þingsins. Lokaákvarðanir hafa ekki enn verið teknar en Sjálfstæðisflokkur fær líklega formennsku í fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og allsherjar- og menntamálanefnd.

Formennska í utanríkisnefnd muni hins vegar falla í skaut Viðreisnar. Þá muni stjórnarandstaðan fá formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert