Þrjú skip í loðnuleit út af Vestfjörðum og Langanesi

Bjarni Sæmundsson við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Bjarni Sæmundsson við bryggju í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Styrmir Kári

Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru við loðnuleit út af Vestfjörðum og grænlenska skipið Polar Amaroq er í sömu erindagjörðum út af Langanesi.

Rannsóknaskipin komu á leitarsvæðin í fyrradag og Polar Amaroq í gær. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að sem fyrr stjórnist leitin af aðstæðum og árangri.

Hafrannsóknaskipin hafi byrjað á því að vinna saman í Grænlandssundinu til að reyna að ljúka vestasta hluta leitarsvæðisins fyrir fyrirsjáanlega brælu á morgun. Polar Amaroq vinni á móti þeim og vonast sé til þess að einhver mynd liggi fyrir af stöðunni um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert