Eldurinn kviknaði í Bingó

Búið að setja plötur fyrir glugga veitingahússins Bingó að Smiðjuvegi.
Búið að setja plötur fyrir glugga veitingahússins Bingó að Smiðjuvegi. mbl.is/Golli

Upptök eldsins sem kviknaði í húsi að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi í nótt urðu á veitingastaðnum Bingó samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins og voru íbúðir í enda hússins rýmdar, en þar búa á milli 12 og 15 manns. Eldsupptök eru ókunn.

Frétt mbl.is: Miklar skemmdir í eldsvoða við Smiðjuveg

Í tilkynningu sem slökkvilið sendi frá sér í morgun tók það um þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist vera í þaki eða millilofti á milli verslunar og veitingahússins. Vakt var fyrir utan húsið í klukkustund eftir að búið var að slökkva eldinn.

Reykur komst inn í fleiri verslanir í lengjunni og eru skemmdir taldar miklar. Ekki hefur náðst í eigendur eða forsvarsmenn Bingó í dag.

Eldsupptök eru ókunn.
Eldsupptök eru ókunn. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert