„Gerum allt sem hægt er“

Lögreglan fór yfir mál Birnu á stöðufundi klukkan hálfsjö en …
Lögreglan fór yfir mál Birnu á stöðufundi klukkan hálfsjö en engar frekari ákvarðanir voru teknar um leit að henni að svo stöddu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við erum að skoða alla möguleika og gerum allt sem hægt er til að hún finnist.“ Þetta segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni um leitina að Birnu Brjánsdóttur, en fjölmargir kalla nú eftir því að gerð verði allsherjarleit að Birnu.

Enn hef­ur ekk­ert spurst til Birnu, en lög­regl­an lýsti fyrst eft­ir henni í gær­kvöldi. Hún hef­ur ekki sést síðan á milli klukk­an tvö og þrjú aðfaranótt laug­ar­dags á skemmti­staðnum Húrra, en síðast var kveikt á síma henn­ar í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði á sjötta tím­an­um í gær­morg­un. Þessi staðsetn­ing er eina vís­bend­ing­in um hvarf Birnu.

Hvatti fólk til að taka þátt í leitinni

Móðir Birnu sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld að hún gangi nú á milli húsa í Flata­hrauni með mynd af dótt­ur sinni og spyrji fólk hvort það hafi séð hana. Vin­ir dótt­ur henn­ar og fleiri ætt­ingj­ar væru með í för, en eng­in skipu­lögð leit væri í gangi að dóttur hennar. Þá hvatti hún alla sem gætu til að taka þátt í leitinni.

Lögreglan fór yfir mál Birnu á stöðufundi klukkan hálfsjö en engar frekari ákvarðanir voru teknar um leit að henni að svo stöddu.

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Mynd/Lögreglan

Leita víðs vegar um borgina

Stofnuð hef­ur verið Face­book-síða vegna leit­ar­inn­ar og flykkjast nú þangað inn tilkynningar frá leitarfólki um hvar búið er að leita og ljóst er að leitað er víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Þá velta því sumir upp hvort mögulegt sé að fá leitarhunda til að hjálpa til við leitina og hvort hægt sé að nálgast myndir úr öryggismyndavélum sem gefið geti vísbendingar um ferðir Birnu. 

Lög­regla lýsti fyrst eft­ir Birnu í gær­kvöldi en ít­rekaði aug­lýs­ing­una á Face­book-síðu sinni nú síðdeg­is. Birna er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Birna var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljós­gráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in-skó.

Upp­lýs­ing­ar um ferðir Birnu ber­ist til lög­reglu í síma 444-1000.

Uppfært 20:25:

Móðir Birnu setti færslu inn á leitarsíðuna þess efnis að hugsanlega hefði síma Birnu verið stolið aðfaranótt laugardags þar sem hún hætti að senda skilaboð um klukkan 3 um nóttina og sást ganga ein upp Laugarveginn, sem gæti breytt leitarfókusnum töluvert.

Frétt mbl.is: Facebook-síða stofnuð vegna leitar

Frétt mbl.is: Allir geti tekið þátt í leitinni

Frétt mbl.is: Lög­regl­an leit­ar að Birnu Brjáns­dótt­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert