Mikið stuð á tónleikum Þroskahjálpar

Frá ballinu í gær.
Frá ballinu í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fjöldi fólks kom saman í gær á árlegu balli Þroskahjálpar á Norðurlandi. Ballið var haldið í Hlíðarbæ, rétt norðan Akureyrar, og er áætlað að á bilinu 100 til 140 manns hafi mætt á ballið.

Það var mikið stuð í Hlíðarbæ á árlegu balli Þroskahjálpar.
Það var mikið stuð í Hlíðarbæ á árlegu balli Þroskahjálpar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á ballinu, sem hefur verið haldið árlega í brátt að verða tuttugu ár, lék hljómsveitin Einn og sjötíu fyrir dansi og var gestum boðið í kökur og kaffi. Á árum áður léku þeir Gunni Tryggva og Rabbi Sveins fyrir dansi.

Það var sungið og dansað á ballinu sem hefur brátt …
Það var sungið og dansað á ballinu sem hefur brátt verið haldið á hverju ári í tvo áratugi. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert