Ákærð fyrir 40 milljóna skattsvik

Embætti héraðssaksóknara.
Embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá einstaklinga fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa ekki staðið skil á um 40 milljónum í virðisaukaskatt og opinbera staðgreiðslu á árunum 2012-2014 fyrir einkahlutafélag.

Eru tvær konur á þrítugsaldri ákærðar fyrir hlutdeild sína sem skráðir framkvæmdastjórar og aðalmenn í stjórn félagsins og einn karlmaður á fimmtugsaldri sem daglegur stjórnandi allt tímabilið.

Nema vangoldnar virðisaukaskattgreiðslur á tímabilinu janúar 2012 til apríl 2014 samtals rúmlega 33 milljónum króna og vangoldin staðgreiðsla þeirra þriggja tæplega 7 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert