Birnu enn leitað

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Facebook

Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem er fædd árið 1996, en síðast er vitað um ferðir hennar í miðborg Reykja­vík­ur um kl. 5 aðfaranótt laugardags.

Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem berast. Við rannsóknina hefur lögregla meðal annars skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er.

Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því klukkan fimm á laugardagsmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Björg­un­ar­sveitar­fólk með leit­ar­hunda hef­ur verið fengið til aðstoðar við leit­ina að Birnu. Voru leit­ar­hund­ar fengn­ir til að lykta af föt­um henn­ar heima hjá pabba Birnu til að hefja leit­ina. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu sem stofnuð hef­ur verið um leit­ina.

Birna er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár.  Birna var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljósgráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in skó.

Facebook-síða sem hefur verið stofnuð í kringum leitina

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert