Blásið í afmælislúðra

Árni Ólafsson, arkitekt, flutti fróðlegt erindi um val á stað …
Árni Ólafsson, arkitekt, flutti fróðlegt erindi um val á stað fyrir skólann. Þarna má m.a. sjá Tómas Inga Olrich, fv. menntamálaráðherra, Eyjólf Guðmundsson rektor og Sigrúnu Stefánsdóttur, formann afmælisnefndar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og verður haldið upp á 30 ára afmæli skólans með margvíslegum hætti allt árið. Formleg afmælisdagskrá hófst á föstudaginn með málþingi sem nefndist Haraldur Bessason og mótunarárin, þar sem fjallað var um fyrsta rektor skólans með ýmsum hætti.

Skagfirðingurinn Haraldur bjó um langt skeið í Vesturheimi. Kenndi í röska þrjá áratugi við Manitoba-háskóla en Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, fékk þennan fyrrverandi skólabróður sinn úr Menntaskólanum á Akureyri til að flytjast heim á ný og taka að sér stjórn skólans þegar honum var komið á fót. Allir, sem fram komu á málþinginu, voru á einu máli að það hefði verið mikið gæfuspor.

Skólinn var ekki stór í sniðum í upphafi. Þar var nánast ekkert, en þó ein bók, og Haraldur talaði stundum um „bók skólans“! Það var Bókin um manninn eftir Fritz Kahn og er einn þeirra muna sem er að finna á sögusýningu í skólanum í tilefni afmælisins, sem um er fjallað Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert