Braut nálgunarbann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í austurhluta Reykjavíkur um átta í gærkvöldi en hann er grunaður um að hafa brotið nálgunarbann. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Brotist var inn á tveimur stöðum í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um innbrot í geymsluskúr í Kópavoginum en þaðan hafði verið stolið verkfærum. 

Í nótt var síðan tilkynnt um innbrot og þjófnað í tölvuverslun við Suðurlandsbraut. Þar hafði verið brotin rúða og raftækjum stolið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert