Ekki óskað eftir aðstoð björgunarsveita

Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna leitarinnar.
Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna leitarinnar. mbl.is/Eggert

Lögreglan hefur ekki óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt laugardags.

Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lögreglan óskaði þó eftir því að fá sporhund frá björgunarsveitunum vegna leitarinnar.

Lögreglan segir að leitin að Birnu sé í algjörum forgangi hjá sér. Fjöldi fólks hefur aðstoðað við hana og meðal annars hefur verið útbúið kort þar sem hægt er að merkja inn á hvar fólk hefur leitað.

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Ljósmynd/Facebook

Birna er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Birna var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljós­gráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in-skó.

All­ir þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Birnu frá því kl. 5 aðfaranótt laugardags eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444-1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert