Hálkublettir á vegum fyrir norðan


Hálkublettir eru víða á Norðurlandi vestra en á Norðausturlandi og á Austurlandi eru flestir vegir greiðfærir en þó eru hálkublettir á Út-Héraði, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Það er hálka á Hellisheiði og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Greiðfært er að mestu með Suðausturströndinni.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum en á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja en þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert