Leitaði vísbendinga við Reykjanesbraut

Vegna leitarinnar að Birnu flaug þyrlan meðfram Reykjanesbraut, frá Straumsvík …
Vegna leitarinnar að Birnu flaug þyrlan meðfram Reykjanesbraut, frá Straumsvík að Kúagerði og aftur til baka til að kanna hvort nokkrar vísbendingar væri þar að finna.

Ekkert varð af leit Landhelgisgæslunnar að Birnu Brjánsdóttur, sem týnd hefur verið frá því aðfaranótt laugadags, nú síðdegis. Greint hafði verið frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi taka þátt í leitinni í Urriðaholti í Garðabæ.

Þegar áhöfn TF-LIF var að gera þyrluna tilbúna til brottfarar barst beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð vegna alvarlegs umferðarslyss í Öræfum. Af þeim sökum gat þyrlan ekki tekið þátt í leitinni eins og til stóð. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að farið verði til leitar um leið og færi gefst.

Fyrr í dag fór þyrlan TF-GNA í reglubundið æfingaflug yfir Reykjanesskaga. Vegna leitarinnar að Birnu flaug þyrlan meðfram Reykjanesbraut, frá Straumsvík að Kúagerði og aftur til baka til að kanna hvort nokkrar vísbendingar væri þar að finna.

Lög­regl­an hélt blaðamanna­fund vegna leit­ar­inn­ar á lög­reglu­stöðinni við Hverf­is­götu.
Lög­regl­an hélt blaðamanna­fund vegna leit­ar­inn­ar á lög­reglu­stöðinni við Hverf­is­götu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert