Lögreglan heldur blaðamannafund

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. 

Fundurinn hefst klukkan 17 og fer fram á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Fjölmargir, bæði björgunarsveitir og almenningur, hafa leitað í allan dag að Birnu án árangurs. Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykja­vík­ur um kl. 05.00 aðfaranótt laugardags.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist töluvert margar vísbendingar alla helgina frá almenningi og þeim sem þekkja Birnu. Á annan tug lögreglumanna starfar núna við rannsókn málsins. 

Birna, sem er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljósgráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in skó.

In English

The Reykjavik Metropolitan Police is still searching for Birna Brjánsdóttir, twenty years old, who has been missing since early Saturday morning

The last time she was seen was at the Húrra music venue and nightclub on Friday night. She is seen on security cameras walking alone up Austurstræti, Bankastræti and Laugavegur to the building at no.31 where she disappeared from sight at 05:35.  Police ask anyone who has any clue of her whereabouts to call 444- 1109. 

For the sake of obtaining more information police have asked media to publish photos from security cameras in the city centre. On the photographs you can see a red car, probably a Kia Rio, which was driven down Laugavegur and stopped at the building on Laugavegur no.31 at 05:25 on Saturday morning.  Police ask the driver to come forward as soon as possible in order for police to gain further information about where Birna went. 

Birna is 170 cm tall, about 70 kg. and has long auburn hair. Birna was wearing black jeans, a light-grey sweater, a black fleece hooded jacket and black Dr. Martin shoes.

Police furthermore ask anyone who was walking in that area at 05:25 on the morning of January 14th  and who may have seen Birna Brjánsdóttir to contact the police. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert