Lögreglan mun dreifa myndbandi í kvöld

Lögreglan hélt blaðamannafund vegna leitarinnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Lögreglan hélt blaðamannafund vegna leitarinnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Lögreglan vinnur að myndbandi sem unnið er upp úr öryggismyndavélum sem sýna ferðir Birnu Brjánsdóttur, sem týnd hefur verið frá því aðfaranótt laugardags. Þar sem fólk sem ekki tengist málinu sést á myndböndunum er unnið að því að taka það út. Myndbandinu verður dreift af lögreglu síðar í kvöld. Þetta tilkynnti Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn rétt áður en blaðamannafundur um leitina hófst á lögreglustöðinni á Hverfisgötu núna rétt í þessu.

Leitað hefur verið að Birnu í dag, en hún er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljós­gráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in-skó.

Leitarsvæðið í miðborginni í dag.
Leitarsvæðið í miðborginni í dag. Kort/Loftmyndir-mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert