„Smellir okkur á kortið“

Opnun miðstöðvarinnar er beðið með nokkurri eftirvæntingu.
Opnun miðstöðvarinnar er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ljósmynd/Arctic Images

„Ég hef ekki haft undan að svara fyrirspurnum frá útlöndum, bæði frá blaðamönnum og fólki sem er á leiðinni til landsins sem vill fá upplýsingar um hvenær við opnum og hvað sé hægt að gera í kringum þetta. Þetta er búið að smella okkur rækilega á kortið.“

Þetta segir Ásbjörn Björgvinsson, sem stendur að Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, sem verður opnuð á Hvolsvelli þann 1. júní nk. Miðstöðin lenti nýverið í öðru sæti á lista ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir áhugaverðustu opnanir fyrir ferðamenn í heiminum á þessu ári.

„Sýningin er fyrst og fremst hugsuð sem alhliða upplifunar-og fræðslusýning um jarðfræði Íslands, eldgos, eldfjöll og jarðskjálfta. Við einblínum á að útskýra hvernig Ísland varð til,“ segir Ásbjörn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert