Snúa við hverjum steini í miðbænum

Leitin hófst upp úr klukkan hálftólf í dag.
Leitin hófst upp úr klukkan hálftólf í dag. mbl.is/Eggert

Leit sérhæfðs leitarfólks úr björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur hefur engan árangur borið.

Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingarfulltrúa Landsbjargar, er ástandið óbreytt en leitin hófst um hádegisbilið. 

Frétt mbl.is: Sérhæft leitarfólk leitar að Birnu

„Það er verið að fínkemba þetta svæði sem er í um 300 metra radíus út frá þessum punkti sem hún sást síðast,“ segir Þorsteinn.

Á fjórða tug sérhæfðs leitarfólks hefur tekið þátt í leitinni.

Kort/Loftmyndir-mbl.is

Þorsteinn segir að nánast hverjum steini sé snúið við, skoðað sé í öllum portum, opnum geymslum og allt opnað sem hægt er að opna í leit að Birnu eða vísbendingum vegna hvarfs hennar.

Að sögn Þorsteins mun leitin standa yfir á meðan enn er bjart úti. 

Enginn sporhundur frá björgunarsveitunum hefur tekið þátt í þessari leit en hann var notaður í nótt.

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert