Stórhríð á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði

Hvasst er og skafrenningur á flestum fjallvegum um norðvestanvert landið.
Hvasst er og skafrenningur á flestum fjallvegum um norðvestanvert landið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stórhríð og snjóþekja er á Öxnadalsheiði og þæfingsfærð og stórhríð á Vatnsskarði. Þá er hálka og stórhríð á Holtavörðuheiði. Hvasst er og skafrenningur á flestum fjallvegum um norðvestanvert landið.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á vegum á Vestfjörðum og éljagangur að því er segir í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar.

Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru mjög víða á Suðurlandi.

Á Norðaustur- og Austurlandi eru flestir vegir greiðfærir en þó eru hálkublettir á Út-Héraði. Flughált er á Dettifossvegi.

Greiðfært er frá Reyðarfirði og áfram með suðausturströndinni að Öræfasveit en þar taka við hálkublettir og hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert