Telja RÚV brjóta lög

Útvarpshúsið við Efstaleiti
Útvarpshúsið við Efstaleiti mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við furðum okkur mjög á þessu háttalagi Ríkisútvarpsins (RÚV), en það brýtur markvisst gegn 20. grein áfengislaga sem kveður á um bann við áfengisauglýsingum.“

Þetta segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, en hópurinn heldur m.a. úti umræðuvettvangi á netinu þar sem vakin er athygli á tveimur kvörtunum samtakanna til fjölmiðlanefndar vegna áfengisauglýsinga á RÚV.

Í báðum tilfellum komst fjölmiðlanefnd að því að Ríkisútvarpið hefði með birtingu auglýsinganna brotið gegn lögum um fjölmiðla og var því gert að greiða stjórnvaldssektir, samtals 750 þúsund krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert